tisa: Snjór .. Schmjór

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Snjór .. Schmjór

Fyrir nokkru þegar allt var á kafi í snjó ætlaði eg að hringja í ökukennara en snjórinn fékk mig til að fresta því.
Svo þegar snjórinn er á bak og burt og þetta fína veður er komið þá manna ég mig upp í að hringja. Jæja allt í lagi og okei með nema að viku seinna þegar ég á svo loksins að fara að byrja...
þá er aftir kominn snjór!

Ísland fer stundum í taugarnar á mér.

Í Árshátíðarviku Kvennó eru svokallaðir Tjarnardagar þar sem maður á að skrá sig á "námskeið" Ég skráði mig á Stelpur með Stæl með Helgu Brögu, sem var síðan kynlífsnámskeið. Mjög fræðandi og gaman.

Námskeið dagsins í dag er bíó.

Svo er það bara Selfoss.
Hvernig ætli það allt fari. Verð ég rifinn í tætlur af alræmdasta hnakka Selfosss, sem mér skilst reyndar að heiti Knútur og sé náskyldur Magga nokkrum Ben... hmm


Annars er ég búin að vera að lesa mjög svo spennandi bók á dönsku um strák sem heitir Jeppe og finnst gaman að spila körfubolta. Hann er skotinn í Cecilie og síðan byrja þau saman, hún fær krabbamein og þau giftast...blablabla

Ég hata dönsku og núna alla Dani sem heita Jeppe.

Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 12:44

6 comments