tisa: Snjór .. Schmjór
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Snjór .. Schmjór
Fyrir nokkru þegar allt var á kafi í snjó ætlaði eg að hringja í ökukennara en snjórinn fékk mig til að fresta því.Svo þegar snjórinn er á bak og burt og þetta fína veður er komið þá manna ég mig upp í að hringja. Jæja allt í lagi og okei með nema að viku seinna þegar ég á svo loksins að fara að byrja...þá er aftir kominn snjór!Ísland fer stundum í taugarnar á mér.Í Árshátíðarviku Kvennó eru svokallaðir Tjarnardagar þar sem maður á að skrá sig á "námskeið" Ég skráði mig á Stelpur með Stæl með Helgu Brögu, sem var síðan kynlífsnámskeið. Mjög fræðandi og gaman.Námskeið dagsins í dag er bíó.Svo er það bara Selfoss.Hvernig ætli það allt fari. Verð ég rifinn í tætlur af alræmdasta hnakka Selfosss, sem mér skilst reyndar að heiti Knútur og sé náskyldur Magga nokkrum Ben... hmmAnnars er ég búin að vera að lesa mjög svo spennandi bók á dönsku um strák sem heitir Jeppe og finnst gaman að spila körfubolta. Hann er skotinn í Cecilie og síðan byrja þau saman, hún fær krabbamein og þau giftast...blablablaÉg hata dönsku og núna alla Dani sem heita Jeppe.Tinna - Leti er lífstílltisa at 12:44
6 comments